Framsýn mun standa fyrir fundi um sorpmál á Húsavík og málefni Sorpsamlags Þingeyinga á opnum félagsfundi laugardaginn 6. desember kl.10:30. Gestur fundarins verður Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. Fundurinn er öllum opinn og verður auglýstur nánar síðar. Mjög góð mæting var á síðasta opna félagsfund Framsýnar sem haldinn var í byrjun nóvember um hugsanlegar stórframkvæmdir á Bakka.
Það stefnir í áhugaverðann fund á vegum Framsýnar um stöðu sorpmála á svæðinu laugardaginn 6. desember.