Norðurþing stóð í dag fyrir fundi með hagsmunaaðilum sem tengjast væntanlegum stór framkvæmdum á Bakka, það er heimamönnum. Meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum voru fulltrúar frá Framsýn, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Rauða krossinum, lögreglunni og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Ákveðið var að mynda starfshóp um verkefnið sem komi reglulega saman og miðli upplýsingum sín á milli. Ekki er ólíklegt að fleiri fulltrúar frá öðrum hagsmunahópum verði kallaðir að verkefninu en næsti fundur er fyrirhugaður í janúar.
Vilji er til þess að undirbúa samfélagið vel undir framkvæmdir á Bakka verði tekin ákvörðun um að hefja þar framkvæmdir á næstu vikum eða mánuðum.