Framsýn stendur fyrir opnum fundi um stöðuna á Bakka og hugmyndir PCC að byggja þar upp orkufrekan iðnað. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna laugardaginn 8. nóvember kl. 11:00. Reiknað er með klukkutíma fundi. Gestur fundarins verður Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri hjá Norðurþingi. Hann mun fara yfir stöðu verkefnisins og svara fyrirspurnum fundarmanna.
Takið eftir, fundurinn er öllum opinn.
Framsýn, stéttarfélag