Félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem fóru í haustferð félaganna til Færeyja eru himinlifandi yfir ferðinni og móttökunum í Færeyjum. Fararstjórar voru Sveinn Sigurhjartarson og Aðalsteinn Á. Baldursson. Farið var með Norrænu frá Seyðisfirði 3. september. Ferðalangarnir skiluðu sér aftur til Íslands 9. september. Í Færeyjum var farið í skoðunarferðir um eyjararnar auk þess sem Færeyska Verkamannasambandið hélt gestunum mikla veislu í Kirkjubæ sem er rétt fyrir utan Þórshöfn auk þess að gefa þeim gjafir. Þá var komið að heimsókn til Nólseyjar sem er rétt fyrir utan Þórshöfn. Þar búa 220 íbúar. Móttökur heimamanna voru einstakar, boðið var upp á skoðunarferð um eyjuna, heimsókn á heimili og að lokum var öllum boðið upp á hlaðborð með þjóðlegum mat sem eyjaskeggjar lögðu til. Að endingu var boðið upp á tónleika og dans. Hér má sjá myndir úr ferðinni góðu. Fleiri myndir og umfjöllun verður í Fréttabréfi stéttarfélaganna sem kemur út í lok september.Farið frá Seyðisfirði í fallegu veðri.
Rósa Borg var klár í slaginn með popp og kók.Ferðin lagðist vel í þau Sveinn fararstjóra og Fanneyju frá Húsavík.Komið í höfn í Þórshöfn eftir gott ferðalag.Eftir stutta hvíld tók presturinn í Þórshöfn við hópnum og fór með hann í smá sögugöngu um Þórshöfn. Kirkjur í Þórshöfn voru m.a. skoðaðar.Það fer engin til Þórshafnar nema skoða hafnarlífið. Hér er Kristbjörg Sigurðar að versla sér fisk af sjómanni sem var að selja sína vöru við höfnina.Þar var margt að skoða við höfnina, hér er sjómaður að svíða fugl.
Það var farið í margar skoðunarferðir um eyjarnar fögru.Það var víða komið við og veðrið var með miklum ágætum.
Farið var í heimsókn til Færeyska Verkamannasambandsins FA. Þar var boðið upp á kynningu á starfsemi sambandsins og launakjörum verkafólks í Færeyjum. Gestirnir frá Íslandi fengu fallegar gjafir frá sambandinu. Gestirnir þökkuðu fyrir sig og færðu Georg Hansen formanni FA staup úr hornum sem Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar hannaði.Um kvöldið bauð FA síðan til kvöldverðar í Kirkjubæ sem er þekktur kirkjustaður í Færeyjum. Þar er rekin öflug ferðaþjónusta.
Föngulegur hópur Þingeyinga í Kirkjubæ. Daginn eftir fór hópurinn í Nólsoy.Íbúar í Nólsoy tóku vel á móti gestunum frá stéttarfélögunum og buðu þeim um á hádegisverð, kvöldverð, skemmtun og dans.Eyjaskeggjar buðu upp á hlaðborð af þjóðlegum mat frá Færeyjum.Heiðurshjónin í Nólsoy, Hilmar Joensen og Gunnvör Joensen buðu heim í kaffi og aðrar veitingar. Þau báðu um góðar kveðjur til Húsavíkur.Það var mikið dansað, spilað og sungið í Nólsoy.Það er góður karlakór í eyjunni.Það var dansað og dansað.Aðalsteinn þakkaði fyrir einstakar móttökur og færði heimamönnum smá gjöf frá stéttarfélögunum.Það var full ástæða til að skála í lokin fyrir þessari frábæru ferð stéttarfélaganna til Færeyja.
Rósa Borg var klár í slaginn með popp og kók.Ferðin lagðist vel í þau Sveinn fararstjóra og Fanneyju frá Húsavík.Komið í höfn í Þórshöfn eftir gott ferðalag.Eftir stutta hvíld tók presturinn í Þórshöfn við hópnum og fór með hann í smá sögugöngu um Þórshöfn. Kirkjur í Þórshöfn voru m.a. skoðaðar.Það fer engin til Þórshafnar nema skoða hafnarlífið. Hér er Kristbjörg Sigurðar að versla sér fisk af sjómanni sem var að selja sína vöru við höfnina.Þar var margt að skoða við höfnina, hér er sjómaður að svíða fugl.
Það var farið í margar skoðunarferðir um eyjarnar fögru.Það var víða komið við og veðrið var með miklum ágætum.
Farið var í heimsókn til Færeyska Verkamannasambandsins FA. Þar var boðið upp á kynningu á starfsemi sambandsins og launakjörum verkafólks í Færeyjum. Gestirnir frá Íslandi fengu fallegar gjafir frá sambandinu. Gestirnir þökkuðu fyrir sig og færðu Georg Hansen formanni FA staup úr hornum sem Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar hannaði.Um kvöldið bauð FA síðan til kvöldverðar í Kirkjubæ sem er þekktur kirkjustaður í Færeyjum. Þar er rekin öflug ferðaþjónusta.
Föngulegur hópur Þingeyinga í Kirkjubæ. Daginn eftir fór hópurinn í Nólsoy.Íbúar í Nólsoy tóku vel á móti gestunum frá stéttarfélögunum og buðu þeim um á hádegisverð, kvöldverð, skemmtun og dans.Eyjaskeggjar buðu upp á hlaðborð af þjóðlegum mat frá Færeyjum.Heiðurshjónin í Nólsoy, Hilmar Joensen og Gunnvör Joensen buðu heim í kaffi og aðrar veitingar. Þau báðu um góðar kveðjur til Húsavíkur.Það var mikið dansað, spilað og sungið í Nólsoy.Það er góður karlakór í eyjunni.Það var dansað og dansað.Aðalsteinn þakkaði fyrir einstakar móttökur og færði heimamönnum smá gjöf frá stéttarfélögunum.Það var full ástæða til að skála í lokin fyrir þessari frábæru ferð stéttarfélaganna til Færeyja.