Tveir vísindamenn, sjávarvistfræðingur og mannfræðingur, frá háskólanum í A Coruna í Galísíu á Norður-Spáni komu til Húsavíkur í gær til að hitta formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson. Með þeim í för var Níels Einarsson forstöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Þessir aðilar eru að undirbúa samvinnu við Háskólann í Tromso um þróun sjávarbyggða, stjórn fiskveiða og sérstaklega þátttöku og hlutverk heimamanna varðandi skipan og stjórn fiskveiða.
Níels Einarsson ásamt Duarte Vidal og Ramon Muino sem dvalið hafa á Íslandi í nokkra daga notuðu ferðina m.a. til að heilsa upp á formann Framsýnar til að ræða sjávarútvegsmál.