Það var mikið líf við höfnina á Þórshöfn í dag. Verið var að landa úr Júpiter ÞH 363 um 370 tonnum af blönduðum afla, það er síld og makríl. Þá beið Álsey VE 2 eftir löndun. Hún var sömuleiðis með blandaðan afla, síld og makríl samtals um 550 tonn.
Tvö fjölveiðiskip voru við löndun á Þórshöfn í dag í fallegu haustveðri.