Kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Framsýnar var samþykktur í atkvæðagreiðslu um samninginn sem lauk í gær. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. Á kjörskrá voru 263 félagsmenn. Atkvæði greiddu 14 eða 5,3% félagsmanna sem starfa eftir samningnum. Já sögðu 13 eða 93%, nei sögðu 1 eða 7%.
Starfsmenn Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps hafa samþykkt kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Framsýnar.