Skrifstofa stéttarfélaganna og Advania hafa gengið frá samstarfssamningi um tölvuþjónustu og kerfisleigu. Samkvæmt samkomulaginu tekur Advania að sér að sjá um þessi mál fyrir stéttarfélögin. Gengið var frá samkomulaginu á fimmtudaginn. Þrjú stöðugildi eru hjá Advania á Húsavík og munu starfsmenn fyrirtækisins á Húsavík sinna þessum viðskiptum
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifaði undir samninginn fyrir hönd stéttarfélaganna og Jónas Sigurþór Sigfússun fyrir hönd Advania.