Það hefur verið mjög gott verður á Húsavík um páskadagshelgina og mannlífið hefur blómstrað með söng og gleði. Þá hefur unga fólkið leikið sér og notið góða veðursins. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru um helgina.Friðrik og Ruth Ragnarsbörn tóku lagið um helgina í afmælisveislu.
Bræður berjast, Rúnar og Ágúst takast hér á í fótboltaleik á Hólaravellinum.
Dagný og Iðunn voru að viðra hundana sína í dag á leikvellinum.
Lilja Skarphéðinsdóttir (yngri) fór í heimsókn til frístundabónda á Húsavík og tók þátt í bústörfunum.
Aðaldís Emma úr Garðabæ var á Húsavík um helgina. Hún sagði að það væri rosalega gaman að leika sér á leikvellinum á Húsavík.