Starfsmenn stéttarfélaganna voru virkir um helgina þegar Landsmót UMFÍ 50+ fór fram. Mótið tókst í alla staði mjög vel, sjá myndir af sjálfboðaliðunum við störf.
Huld er hér við mælingastörf á landsmótinu.
Jónína, brosir hér sínu blíðasta og breiðasta brosi. Hér er hún ásamt Öddu og Lilju sem fíluðu landsmótið í botn og brosið hjá Nínu.
Linda var í stjórnunarstörfum og brosti eins og flestir aðrir yfir góðu móti.
Aðalsteinn búfræðingur var sjálfboðaliði í sauðfjárdómum. Hér er hann að sálgreina hrútinn Daða eftir allt þuklið.