Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, miðvikudaginn 21. maí sl. Mæting á fundinn var góð og fór hann vel fram. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf.
Björn Snæbjörnsson, formaður stjórnar, fór yfir skýrslu stjórnar um starfsemi sjóðsins á árinu 2013. Þá fór Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri yfir ársreiknings sjóðsins og áritanir og tryggingastærðfræðingurinn Bjarni Guðmundsson gerði grein fyrir tryggingafræðilegri stöðu. Var ársreikningur sjóðsins samþykktur samhljóða að yfirferð lokinni. Einnig kynntu fjárrfestingarstjóri Arne Vagn Olsen og áhættustjóri Jóna Finndís Jónsdóttir fjárfestingar- og áhættustefnu sjóðsins.
Engar breytingar á samþykktum lágu fyrir þennan ársfundinn en stjórnarkjör fór fram að vanda og samkvæmt samþykktum sjóðsins bar að þessu sinni að kjósa fjóra fulltrúa launamanna og tvo fulltrúa launagreiðenda.
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs skipa í dag:
Frá launamönnum: Björn Snæbjörnsson (varaformaður), Huld Aðalbjarnadóttir, Pálína Margeirsdóttir og Þórarinn Sverrisson. Varamenn: Erla Björg Guðmundsdóttir, Sigríður Dóra Sverrisdóttir, Sverrir Mar Albertsson og Tryggvi Jóhannsson.
Frá launagreiðendum: Ágúst Torfi Hauksson (formaður), Gunnþór Ingvarsson, Kristín Halldórsdótti og Unnur Haraldsdóttir. Varamenn: Björn Víkingur Björnsson, Erla Jónsdóttir, Sigurður Sigurðsson og Þórunn Sif Harðardóttir.
Þá var samhljóða samþykkt tillaga að Deloitte ehf. sem löggiltum endurskoðenda sjóðsins og einnig tillaga að óbreyttum stjórnarlaunum frá síðasta ári.
Að lokum fór Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, yfir fróðlega kynningu á samanburði á réttindaávinnslu ásamt grófri yfirferð á hvað felst í upptöku á nýju réttindakerfi. Í framhaldinu var samþykkt tillaga stjórnar um að stefnt yrði að auka ársfundi haustið 2014, til frekari kynningar, og endanleg ákvörðun um upptöku nýs kerfis verði tekin á ársfundi sjóðsins 2015.
Gögn frá ársfundinum:
Huld Aðalbjarnardóttir skrifstofu- og fjármálastjóri stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er nýr stjórnarmaður í Lsj. Stapa. Kjörtímabilið er tvö ár.