Stéttarfélögin hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum að kaupa Veiðikort sem gildir í 36 veiðivötn víða um land, þar af gefur veiðikortið aðgang að sex veiðivötnum á félagssvæði stéttarfélaganna, það er í þrjú vötn á Melrakkasléttu, Kringluvatn, Ljósavatn og Vestmannsvatn. Fullt verð á Veiðikortinu er kr. 6.900. Verð til félagsmanna er kr. 3.500. Með kortinu fylgir vegleg handbók þar sem vötnin eru ítarlega kynnt í máli og myndum. Á vefnum www.veidikortid.is, má finna fréttir og fróðleik sem og allar nánari upplýsingar um vatnasvæðin. Þar má líka finna öflugt myndaalbúm. Veiðikortið er til sölu á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Stéttarfélögin hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á ódýr veiðikort í 36 veiðivötn víða um land.