Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa endurnýjað stofnanasamning við Skógrækt ríkisins. Gerðar voru nokkrar breytingar á samningnum varðandi mat á menntun og þá voru lægstu launin hækkuð umfram önnur. Samningurinn fer í kynningu á næstu dögum.
Framsýn og önnur aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa endurnýjað stofnanasamning við Skógrækt ríkisins. Gengið var frá samningnum 16. maí 2014.