Skrifað undir kjarasamning við BÍ í dag

Síðdegis dag var skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eru aðilar að samningnum. Samningurinn er svipaður þeim samningi sem félögin gengu frá við Samtök atvinnulífsins í desember og sáttatillögu ríkissáttasemjara sem var undirrituð 21. febrúar 2014. Bændasamtökin samþykktu að auka vægi menntunar í samningnum og geta starfsmenn sem sækja námskeið sem tengjast þeirra störfum í landbúnaði fengið allt að tvo launaflokka fyrir námskeiðin. Kjarasamningurinn er svohljóðandi:

Kjarasamningur
Við samþykkt samnings þessa greiðist sérstök eingreiðsla kr. 14.600 hverjum starfsmanni í fullu starfi, enda hafi starfsmaður starfað í janúar og var enn í starfi 1. febrúar 2014. 

Við gildistöku samnings þessa hefjast viðræður um endurnýjun kjarasamninga sem taka gildi við lok samningsins með það að markmiði að gera langtímasamning. Þær viðræður skulu miðast við aðrar þær viðræður sem eru í gangi á milli samningsaðila á hinum almenna vinnumarkaði skv. undirrituðum samningi 21. desember 2013 og sáttatillögu 20. febrúar 2014. 

Samningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum skv. 1. gr. samningsins. 

  1. 1.      gr. Samningssvið
    Samningur þessi nær til starfsmanna sem vinna við almenn landbúnaðarstörf á bænda­býlum, sjá fylgiskjal I. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferða­þjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta þó fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags. 

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfsgreinasambands Íslands vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi sem undirritaður var þann 21. desember 2013 og sáttatillaga frá 20. febrúar 2014 skal gilda fyrir ferðaþjónustubændur. 

  1. 2.      gr. Launakjör
    Laun skulu miðast við 10. launaflokk í launatöflu Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kjarasamningi sem undirritaður var þann 21. desember 2013 og sáttatillögu frá 20. febrúar 2014. 

Hækkun vegna náms/námskeiðs sem nýtist í starfi getur orðið allt að tveimur launaflokkum. 

Starfsmaður sem lokið hefur námi að lágmarki 40 klst./60 kest. (5 einingar) og  viðurkennt er af samingsaðilum getur hækkað um einn launaflokk.

Starfsmaður sem lokið hefur námi að lágmarki 80 klst./120 kest. (10. einingar) og  viðurkennt er af samingsaðilum getur hækkað um tvo launaflokka. 

Þá skulu starfsmenn sem lokið hafa viðurkenndu námi á framhaldsskólastigi (a.m.k. 70 einingar) í búfræði, fiskeldi eða tamningum raðast í launaflokk 17. 

Við mat á starfsaldri til launa telst 22 ára aldur jafngilda eins árs starfi í starfsgrein. Við röðun í launatöflu skal starfsaldur í greininni jafnframt metinn til hækkunar í launatöflu.

Launaflokkur 10  Byrjun 1 ár 3 ár 5 ár 7 ár
Mánaðarlaun   216.500 218.316 220.159 222.030 223.928
Dagvinna   1.249,06 1.259,54 1.270,17 1.280,97 1.291,92
Yfirvinna   2.248.,35 2.267,21 2.286,35 2.305,78 2.325,49
Stórhátíðarkaup   2.976,88 3.001,85 3.027,19 3.052,91 3.079,01

 Laun þessi miðast við að unnið sé í dagvinnu. 

Virkur vinnutími í dagvinnu á viku skal vera 37 klst. og 5 mín. og skal vinnutíma hagað sem hér segir: 

a)      kl. 07:55 – 17:00 mánudaga til föstudaga.

b)      kl. 07:30 – 16:35 mánudaga til föstudaga. 

Samningsbundin yfirvinna hefst þegar lokið er umsaminni dagvinnu, 7 klst. og 25 mín. virkum vinnustundum á ofangreindu tímabili. Fyrir vinnu á laugardögum, sunnudögum og öðrum samningsbundnum frídögum greiðist yfirvinnukaup. Vinna umfram 173,33 dagvinnustundir á mánuði skal greidd með yfirvinnukaupi. Sé unnið á dögum sem skilgreindir eru sem stórhátíðardagar í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins skal greiða starfsmönnum stórhátíðarkaup. 

Heimilt er að haga dagvinnutíma með öðrum hætti, sbr. 5. kafla um fyrirtækjaþátt kjara­samninga í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins ef vinnuveitandi og starfsmenn koma sér saman um það. Þó skal dagvinna hvers starfsmanns unnin með samfelldri vinnuskipan á degi hverjum og aldrei hefjast fyrr en kl. 07:00. 

Í sértökum tilvikum er heimilt að semja um rofinn vinnutíma ef skipulag búreksturs krefst slíks, sbr. 2. mgr. 12. gr. Sé það gert skal dagvinna ekki hefjast fyrr en kl. 07:00 og eigi standa lengur en til kl. 19:00. Dagvinna getur þó ekki staðið lengur en 7 klst. og 25 mín. (virkar vinnustundir) á þessu tímabili. 

Upphaf dagvinnu hvers starfsmanns skal ákveðið í ráðningarsamningi hans og verður ekki breytt nema að undangenginni uppsögn eða með samkomulagi. 

Aldursþrep ungmenna undir 18 ára miðast við fæðingarár. 

Grunnlaun unglinga skulu vera sem hér segir: 

17 ára kr. 205.675 á mánuði, eða 95% af byrjunarlaunum.

16 ára kr. 194.850 á mánuði, eða 90% af byrjunarlaunum.

15 ára kr. 162.375 á mánuði, eða 75% af byrjunarlaunum.

14 ára kr. 140.725 á mánuði, eða 65% af byrjunarlaunum. 

  1. 3.      gr. Desember- og orlofsuppbót
    Desemberuppbót á árinu 2014 er 73.600. 

Orlofsuppbót fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2014 (miðað við fullt starf 1. maí 2013 til 30. apríl 2014) er 39.500. 

Heimilt er þó að greiða desember- og orlofsuppbót jafnharðan óski starfsmaður eftir því, enda sé gengið frá því í ráðningarsamningi. Ofan á mánaðarlaun kemur þá hlutfall af desember- og orlofsuppbót miðað við fullt starf 173,33 klst. á mánuði sem gerir 62,8 kr. á klukkustund. 

Við starfslok skal gera upp áunna desember- og orlofsuppbót starfsmanns. 

Um greiðslu orlofs- og desemberuppbóta vísar að öðru leyti til kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.  

  1. 4.      gr. Orlof
    Lágmarksorlof skal vera 24 virkir dagar miðað við fullt starf allt árið. Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu eða yfirvinnu.  

Starfsmaður, sem unnið hefur 5 ár í sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein, skal eiga rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%. Með sama hætti öðlast verkafólk, sem unnið hefur 10 ár hjá sama fyrirtæki, 30 daga orlofsrétt og 13,04% orlofslaun. 

Um orlof vísast að öðru leyti til aðalkjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var þann 21. desember 2013 og sáttatillögu frá 20. febrúar 2014. 

  1. 5.      gr. Bústjóri/Staðgengilsstörf
    Sé starfsmanni falin ábyrgð á búrekstri skal samið við hann sérstaklega um kaup og kjör. 

Leysi starfsmaður yfirmann af tímabundið skal samið um þóknun fyrir aukna ábyrgð. Hér er t.d. átt við afleysingar, s.s. vegna sumarleyfa eða veikinda yfirmanna. 

  1. 6.      gr. Vinna unglinga á vinnuvélum og tækjum
    Vinnuveitandi ábyrgist að fela unglingi einungis störf sem hann hefur aldur, færni og réttindi til að leysa af hendi. Hann skal gera unglingnum ljósa grein fyrir slysa- og sjúkdómahættu sem kann að fylgja starfinu og sjá um að starfsmaður fái nauðsynlega leiðsögn og þjálfun í að vinna störf sín á þann hátt að honum starfi ekki hætta af. 

Unglingar skulu hafa sótt námskeið í meðferð og stjórnun þeirra vinnuvéla sem þeim er falið að vinna á. Um vinnu barna og unglinga gildir reglugerð nr. 426/1999. 

  1. 7.      gr. Frídagar
    Starfsmaður á rétt á 8 frídögum á mánuði, þar af a.m.k. tvívegis um helgi. Að öðru leyti vísast í lög og reglur um vinnu og hvíldartíma starfsmanna.
  2. 8.      gr. Fæði og húsnæði
    Að jafnaði skulu starfsmenn búa í eins manns herbergjum. Herbergi skulu vera nægilega rúmgóð og læsanleg með góðri loftræstingu og vel upphituð. Í hverju herbergi skal, auk almenns búnaðar, vera lesljós yfir svefnstæði og myrkvunar­gluggatjöld. Hver starfsmaður skal hafa læsta geymslu fyrir föt og aðra persónulega muni, aðgang að bað- og hreinlætisaðstöðu, hlífðarfatageymslu og aðstöðu til þurrkunar á vinnufatnaði. Húsnæði skal hafa hlotið samþykki byggingarnefndar sem íbúðarhúsnæði. 

Húsnæði skal vera þannig gert og viðhaldið, umgengið og þrifið að þeir sem þar dveljast og starfa hljóti ekki heilsutjón eða óþægindi af, sbr. og lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum og rgl. nr. 941/2002 um hollustuhætti. 

Hafi starfmaður fæði, húsnæði og þjónustu á viðkomandi búi, skal samið um endur­gjald í ráðningarsamningi og dregst sá kostnaður frá útborguðum launum. Sömu reglur gilda ef starfsmaður/ráðskona er með barn/börn á sínum vegum á viðkomandi búi, 12 ára og yngri. 

Hámarksendurgjald fyrir þessa þjónustu skal koma fram í útgefnum kauptöxtum á hverjum tíma, sjá fylgiskjal II. 

  1. 9.      gr. Starfsmenntun
    Aðilar eru sammála um mikilvægi þess að auka starfsmenntun þeirra sem falla undir samninginn. Hvor aðili um sig skal skipa tvo menn í nefnd sem ætlað verði að fram­fylgja þessu ákvæði. Atvinnurekandi skal greiða 0,3% af launum starfsmanna í starfs­menntagjald til Landsmenntar, fræðslusjóðs verkafólks og atvinnurekenda á landsbyggðinni.  

10.  gr. Aðbúnaður og öryggi á vinnustað
Vinnuveitandi skal leggja starfsmönnum til vinnufatnað og skófatnað eftir þörfum og eðli vinnunnar. 

Um öryggisbúnað, aðbúnað og hollustuhætti er að öðru leyti vísað til 7. kafla aðal­kjara­­samnings Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, reglugerða og reglna sem af þeim leiða.  

11.  gr. Ráðningarsamningur
Gera skal skriflega ráðningarsamninga við alla starfsmenn sem ráðnir eru samkvæmt samningi þessum, innan mánaðar frá ráðningu, enda standi ráðning þeirra lengur en einn mánuð. Breytingar á ráðningarkjörum skal staðfesta með sama hætti. 

Í ráðningarsamningi skal koma fram ef sérstaklega er samið um vinnutíma, sbr. 2. gr. Þannig skal í ráðningarsamningi tilgreint og útfært sérstaklega ef um hlutavinnu er að ræða eða ef skipulag búreksturs krefst þess að samið sé um rofinn vinnutíma. Orlofs- og desemberuppbót skal greidd í samræmi við starfshlutfall starfsmanns. Sé samið um rofinn vinnutíma skerðir það ekki rétt til orlofs- og desemberuppbótar. 

Um innihald ráðningarsamninga vísast að öðru leyti til aðalkjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var 21. desember 2013 og sáttatillögu frá 20. febrúar 2014. 

12.  gr. Endurhæfingarsjóður
Atvinnurekandi skuldbindur sig til að greiða sérstakt 0,13% launtengt gjald, Endurhæfingargjald, á sama stofn og iðgjald til lífeyrissjóða, frá 1. júní 2008. Að öðru leyti vísast til yfirlýsingar SA og ASÍ um Endurhæfingarsjóð frá 17. febrúar 2008. 

13.  gr. Um ágreining
Verði ágreiningur um mál, sem rísa af samningi þessum, skal honum vísað til lausnar hjá Bændasamtökum Íslands og Starfsgreinasambands Íslands.  

14.  gr. Önnur atriði 
Ákvæði aðalkjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var þann 21. desember 2013 og sáttatillögu frá 20. febrúar 2014 skal gilda um réttindi og skyldur vinnuveitenda og starfsmanna að öðru leyti en kveðið er á um í samningi þessum. 

15.  gr. Gildistími
Samningur þessi gildir frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Samningur þessi er undirritaður með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og stjórar Bændasamtaka Íslands. Hafi gagnaðila ekki borist tilkynning um niðurstöðu fyrir klukkan 16:00 þann 31. mars 2014 skoðast hann samþykktur.

 Reykjavík 18. mars 2014

 

Fh. Starfsgreinasambands Íslands                         Fh. Bændasamtaka Íslands

                                                          

Fylgiskjal I
Undir búrekstur fellur hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda, framleiðsla og þjónusta. 

Fylgiskjal II
Aðilar framangreinds samnings eru sammála um að hámarksgreiðsla fyrir fæði og húsnæði skuli á samningstímabilinu vera sem hér segir:

                                   Fæði                           Húsnæði                     Samtals

18 ára og eldri            1.340   kr/dag             796 kr/dag                  2.196 kr/dag

16 – 17 ára                  1.043   kr/dag             612 kr/dag                  1.702 kr/dag

15 ára                             886 kr/dag               519 kr/dag                  1.445 kr/dag

14 ára                             833   kr/dag             489 kr/dag                  1.359 kr/dag

           Fjárhæðir þessar skiptast þannig: 

Fæði:               63%

Húsnæði:        37% 

Hámarksfrádráttur vegna barna ráðskonu/starfsmanna 0 – 13 ára: 

Eitt barn                     Fæði og húsnæði                         766 kr./dag

Tvö börn                     Fæði og húsnæði                       1.256 kr./dag

Þrjú börn                     Fæði og húsnæði                       1.832 kr./dag   

Fylgiskjal III 

Launaflokkur 10        
  Byrjun 1 ár 3 ár 5 ár 7 ár
Dagvinnulaun        1.249,06        1.259,54        1.270,17        1.280,97        1.291,92    
Yfirvinnulaun        2.248,35        2.267,21        2.286,35        2.305,78        2.325,49    
Mánaðarlaun         216.500         218.316        220.159        222.030        223.928    
           
           
Launaflokkur 10 – unglingar        
  95% 90% 75% 65%  
  17 ára 16 ára 15 ára 14 ára  
         1.186,61        1.124,15          936,80          811,89      
         2.135,93        2.023,52        1.686,26        1.461,43      
          205.675         194.850        162.375        140.725      
           
           
Launaflokkur 11 viðurkennt nám að lágmarki 40 klst./60 kest. (5 einingar)
  Byrjun 1 ár 3 ár 5 ár 7 ár
Dagvinnulaun        1.259,54        1.270,17        1.280,97        1.291,92        1.303,04    
Yfirvinnulaun        2.267,21        2.286,35        2.305,78        2.325,49        2.345,51    
Mánaðarlaun         218.316         220.159        222.030        223.928        225.856    
           
           
Launaflokkur 12 viðurkennt nám að lágmarki 80 klst./120 kest. (10 einingar)
  Byrjun 1 ár 3 ár 5 ár 7 ár
Dagvinnulaun        1.270,17        1.280,97        1.291,92        1.303,01        1.314,33    
Yfirvinnulaun        2.286,35        2.305,78        2.325,49        2.345,51        2.365,83    
Mánaðarlaun         220.159         222.030        223.928        225.856        227.812    
           
           
Launaflokkur 17        
  Byrjun 1 ár 3 ár 5 ár 7 ár
Dagvinnulaun        1.325,78        1.337,41        1.349,21        1.361,20        1.373,35    
Yfirvinnulaun        2.386,45        2.407,39        2.428,63        2.450,20        2.472,08    
Mánaðarlaun         229.798         231.814        233.859        235.936        238.043    

 Bókun
Samningsaðilar eru sammála um að fjögurra manna nefnd um fræðslumál starfsmanna í landbúnaði starfi á samningstímanum. Bændasamtök Íslands tilnefnir tvo fulltrúa og Starfsgreinasamband Íslands tvo fulltrúa. Nefndinni er ætlað að fylgjast með framboði á námskeiðum fyrir landbúnaðarverkamenn og koma með tillögur um úrbætur telji nefndin ástæðu til þess. Þá skal nefndin einnig ræða hvort meta eigi samþykkt námskeið til launahækkana.

 Landbúnaðarverkamenn fagna nýjum kjarasamningi þar sem aukið tillit verður tekið til menntunar starfsmanna.

Deila á