Smábátasjómenn innan Framsýnar hafa setið á fundi í dag til að fara yfir drög að kjarasamningi við smábátaeigendur á Húsavík. Þar sem viðræðurnar eru á viðkvæmu stigi verður ekki fjallað nánar um umræðurnar á fundinum en ljóst er að smábátasjómenn vilja að gengið verði frá kjarasamningi fyrir þá en slíkur samningur er ekki til í dag á Íslandi.
Mikill vilji er meðal smábátasjómanna á Húsavík að gengið verði frá kjarasamningi fyrir þeirra störf. Í dag hafa þeir farið yfir drög að kjarasamningi með forsvarsmönnum Framsýnar.