Þessi fallega ær ber nafnið Framsýn í höfuðið á stéttarfélaginu Framsýn í Þingeyjarsýslum. Hún er til heimils á stórbúi í Suður-Þingeyjarsýslu. Að sögn bóndans hefur ærin skilað góðum afurðum og þegar eignast nokkra afkomendur og stendur því vel undir nafni að mati bóndans. Þetta kom fram þegar fulltrúar Framsýnar voru á ferð um suðursýsluna á dögunum. Að sjálfsögðu er gaman af jákvæðum fréttum sem þessari.
Dæmi eru um að bændur hafi skýrt kindurnar sýnar í höfuðið á Framsýn, stéttafélagi sem er áhugavert. Hér er mikil afurðaær sem ber nafnið Framsýn.