Úttekt á fasteignagjöldum 2026 

Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. https://vinnan.is/uttekt-a-fasteignagjoldum-2026/ Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta  óbreytt milli ára  en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. Hækkanirnar eru í mörgum tilfellum umfram hækkun verðlags. Þegar hækkanir fasteignagjalda eru skoðaðar frá árinu 2023 má finna dæmi um tug prósentustiga hækkanir.  

Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlitsins á fasteignagjöldum 53 sveitarfélögum en þau samanstanda af fasteignasköttum, vatnsgjöldum, fráveitugjöldum og lóðaleigu. Verðlagseftirlit mun á næstunni birta sérstaka umfjöllun um þróun sorphirðugjalda  Úttektinni fylgir reiknivél þar sem reikna má út fasteignagjöld fyrir komandi ár, bera þau saman milli hverfa og sveitarfélaga og skoða þróun þeirra milli ára og milli mismunandi svæða. Hana má finna vef Verðlagseftirlits ASÍ. (Frétt tekin af heimasíðu ASÍ)

Deila á