Trúnaðarmannanámskeið framundan

Stéttarfélögin standa fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði 19. – 20. mars nk. í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu. Á námskeiðinu verður farið yfir starf trúnaðarmanns, samskipti á vinnustað, hlutverk stéttarfélaga og lífeyrissjóða.

Stiklur um efnið:

  • Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfs trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Hvert sé hlutverk hans og starfssvið.
  • Farið er í heimild til kosninga og hvernig hún fer fram.
  • Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. Hvernig megi stuðla að góðum samskiptum og skoðaðir eru algengustu þættir sem valda samskiptaerfiðleikum á vinnustað.
  • Farið er í starfsemi lífeyrissjóðsins, ávinnslu réttinda og fleira
  • Farið er í starfsemi félagsins, réttindi félagsmanna og kjaramál.

Þess er vænst að trúnaðarmenn fjölmenni á námskeiðið sem er þeim að kostnaðarlausu auk þess sem þeir eiga rétt á að halda fullum launum meðan á námskeiðinu stendur. Þá er full ástæða til að hvetja stjórnendur fyrirtækja þar sem ekki eru trúnaðarmenn til staðar að vinna að því að kosning trúnaðarmanna fari fram enda eiga að vera starfandi trúnaðarmenn á vinnustöðum sem telja  5 eðal fleiri starfsmenn. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Skrifstofu stéttarfélaganna. https://www.sgs.is/fraedsla/trunadarmenn/hlutverk-trunadarmanna/

Deila á