Þann 1. janúar voru gerðar kerfisbreytingar á gjaldtöku af akstri bifreiða sem fólust í afnámi krónutölugjalda á jarðefnaeldsneyti og upptöku kílómetragjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Samhliða því hækkaði kolefnisgjald á eldsneytislítra. Samantekið leiðir breytingin til hærri rekstrarkostnaðar smærri og eyðsluminni bíla en dregur úr kostnaði þeirra stærri. Á áramótum lækkaði bensín að jafnaði um tæplega 97 krónur sem er í samræmi við væntingar ASÍ. Sé samsetning olíuverðs hins vegar skoðuð yfir tíma benda þróunin til þess að hlutur olíufélaga í bensínlítranum hafi farið vaxandifrá 2021, og sé sögulega mikill.
Um áramótin tók í gildi kerfisbreyting á gjaldtöku ökutækja. Fyrir fólksbíla undir 3.500 kg er nú greitt 6,95 króna kílómetragjald fyrir hvern ekinn kílómetra en á móti var gerð breyting á innheimtu gjalda á bensín- og díselverð sem fólst í því að almennt og sérstakt bensíngjald sem áður hefur verið innheimt við eldsneytiskaup var afnumið. Fyrir breytingu námu gjöldin samtals 134,9 krónum á hvern lítra af bensíni með virðisaukaskatti, en íblöndun etanóls sem ber ekki vörugjöld leiðir til þess að fjárhæðin er í raun lægri, eða um 124,1 króna miðað við 8% íblöndun. Á móti er kolefnisgjald hækkað um nærri þriðjung, eða úr 20,7 krónum á lítra í 27 krónur með virðisaukaskatti. Sjá frétt inn á asi.is: https://vinnan.is/nytt-kilometragjald-dyrara-ad-keyra-sparneytnar-bifreidar/