Unnið að uppstillingu

Uppstillinganefnd Framsýnar vinnur að því að klára að stilla upp í stjórnir, ráð og nefndir á vegum félagsins fyrir næstkomandi kjörtímabil sem er tvö ár. Kjörtímabilið hefst frá og með næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður í lok maí. Á meðfylgjandi mynd má sjá nefndina að stöfum í gær, þetta eru þau Ósk Helgadóttir sem er formaður nefndarinnar, Kristján Önundarson, Sigurveig Arnardóttir og Stefán Stefánsson. Auk þeirra er Guðlaug Anna Ívarsdóttir í uppstillingarnefndinni. Samkvæmt lögum Framsýnar ber nefndinni að klára uppstillinguna fyrir 31. janúar nk. Eftir það verður tillagan auglýst á heimasíðu stéttarfélaganna, það er eftir umfjöllun í stjórn og trúnaðarráði félagsins. Nefndin auglýsti nýlega eftir áhugasömu fólki sem hefði áhuga á því að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Það gleðilega er að það bar árangur sem þýðir að væntanlega stefnir í nokkrar breytingar á stjórn Framsýnar stéttarfélags.

Deila á