Hækkandi atvinnuleysi á félagssvæði stéttarfélaganna

Skráð atvinnuleysi á landsvísu í desember var 4,4% og jókst um 0,1% frá síðasta mánuði. Í desember 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,8%.

Að meðaltali voru 9.043 atvinnulausir í desember, 5.428 karlar og 3.616 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 294 manns milli mánaða. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í desember eða 8,9% og hækkaði úr 8,6% frá fyrri mánuði. Á Norðurlandi eystra var atvinnuleysið um 3,6%. Best er atvinnuástandið á Norðurlandi vestra eða 1,6%.  Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi fari hækkandi í janúar og verði um 4,6-4,7% á landsvísu sem er verulega slæm þróun.

Hvað atvinnuleysið varðar í Þingeyjarsýslum þá hefur það stóraukist milli ára. Á meðfylgjandi myndum má sjá að í ársbyrjun 2025 voru 65 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu Norðurþingi en voru 161 um síðustu áramót. Hvað Þingeyjarsveit varðar, þá voru 47 einstaklingar án atvinnu í ársbyrjun 2025 en voru 68 í árslok. Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um þróunina hvað atvinnuleysið varðar milli sveitarfélaga og landshluta, sem er því miður, ekki gæfuleg.  

Mánaðarskýrsla desember 2025

Helstu tölur um atvinnuleysi

https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoiZTc0NTIxYmItZTUwMS00YjAyLThhYTItMDhhOGJiODRkMDg3IiwidCI6Ijc2NGEzMDZkLTBhNjgtNDVhZC05ZjA3LTZmMTgwNDQ0N2NkNCIsImMiOjh9&pageName=ReportSection7e7dca64570c18a74eb9

Deila á