Mýsköpun með kynningarfund um atvinnuuppbyggingu

Ingólfur B. Gunnarsson framkvæmdastjóri Mýsköpunar og Valdimar Halldórsson stjórnarformaður fyrirtækisins kynntu fyrir fulltrúum frá Framsýn og Norðurþingi áform fyrirtækisins um hugsanlega atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Mýsköpun horfir til hátækniframleiðslu á örþörungum á Þeistareykjum enda gott aðgengi að orku og vatni forsendan fyrir atvinnurekstri sem þessum. Mýsköpun gerði samstarfssamning við Landsvirkjun á árinu 2025 um verkefnið. Verkefnið lofar góðu og áfram verður unnið að því að þróa verkefnið áfram. Kynningin fór fram í fundarsal stéttarfélaganna fyrir áramótin.

Ingólfur B. Gunnarsson framkvæmdastjóri Mýsköpunar gerði grein fyrir áformum fyrirtækisins gangi allt eftir.
Deila á