Sjómannadeild Framsýnar samþykkti á aðalfundi deildarinnar í dag að færa Íþróttafélaginu Völsungi að gjöf sjónvarpstæki í félagsaðstöðuna við íþróttasvæðið á Húsavík. Fyrir liggur að aðstaðan er mikið notuð af ungum sem eldri iðkendum íþrótta á vegum Völsungs. Þá er vinsælt hjá eldri borgurum og almenningi að stunda líkamsrækt á íþróttasvæðinu með aðgengi að félagsaðstöðunni. Það kemur sér því afar vel fyrir alla aldurshópa að aðstaðan sé vel búin tækjum til afþreyingar og heilsubótar. Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs er hér með stjórnarmönnum í Sjómannadeild Framsýnar við afhendinguna á gjöfinni í dag.

Völsungur heldur úti mjög öflugu starfi í þágu allra aldurshópa.