Samkvæmt mælaborði Vinnumálastofnunnar er augljóst að atvinnuleysi fer mjög vaxandi á svæðinu. Hér að ofan má sjá stöðuna í nóvember í Norðurþingi en 138 einstaklingar eru þar á atvinnuleysiskrá. Ekki hafa fleiri verið skráðir atvinnulausir í Norðurþingi síðan í Covid-19 faraldrinum. Áberandi er hversu stór hluti atvinnulausra í Norðurþingi koma úr iðnaði. Það kemur auðvitað ekki á óvart vegna lokunnar PCC.
Í Þingeyjarsveit er staðan líka verri en í venjulegu árferði en 58 eru skráðir atvinnulausir þar núna í nóvember síðastliðnum en voru 46 á sama tíma í fyrra. Greinilegt er að flestir þeirra skráðu eru að koma úr ferðaþjónustu en eins og sjá má hér að neðan koma langflestir úr gistiþjónustu.
