Fréttaskýringaþátturinn Kveikur, sem sýndur var á RÚV í byrjun desember, gerði starfsemi erlendra lífeyrissjóða hér á landi að umfjöllunarefni og þá miklu fjármuni sem slíkir sjóðir hafa af launafólki. Kveikur vísaði m.a. í ályktun sem samþykkt var á þingi Starfsgreinasambandsins nýverið um starfsemi erlendra vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér landi. Þar fordæmdi þingið afdráttarlaust þá ólögmætu markaðssetningu sem slíkir aðilar stunda hér á landi. Sjá frekari uppfjöllun: https://www.sgs.is/frettir/frettir/starfsemi-erlendra-vorsluadila/