Starfsfólkið sem starfar í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 gerði sér dagamun í morgun í tilefni af því að undanfarna daga hefur staðið yfir jólaleikur meðal starfsmanna. Í morgun var komið að því að finna út hver væri leynivinur hvers og eins. Það gekk misvel eins og gengur og gerist en viðburðurinn var virkilega skemmtilegur enda allir starfsmenn ánægðir með gjafirnar og hvernig tiltókst með jólaleikinn sem var jú tilgangurinn.

