Í samtölum sem forsvarsmenn Framsýnar hafa átt við Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, nú síðast um helgina, hefur verið skorað á ráðherra að flýta skoðun ráðuneytisins á virkjunarkostum í Þingeyjarsýslum. Það sé forsendan fyrir því að hægt verði að hraða atvinnuuppbyggingu á svæðinu öllum til hagsbóta. Ráðherra hefur tekið beiðni félagsins vel.