Framsýn stéttarfélag gaf út ljóðabókina Tvennir tímar árið 2018 í samstarfi við afkomendur Bjargar Pétursdóttur. Bókin hefur fengið mjög góða dóma sbr. nýleg umfjöllun á vefnum „skald.is“ en bókin þykir mikil fengur fyrir íslenska kvennabaráttu og sögu hennar. Í gegnum ljóð Bjargar endurspeglist hróp eða áköll kvenna um rétt þeirra til þess að eiga sér mannsæmandi líf. Sjá frekari umfjöllun:
Fyrirsögn greinarinnar er vísun í heiti á ljóði í ljóðabók Bjargar Pétursdóttur, Tvennir tímar, en Björg var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Vonar sem stofnað var á Húsavík 28. apríl árið 1918. Tvennir tímar var gefin út af Framsýn, stéttarfélagi árið 2018 hundrað árum síðar í samstarfi við afkomendur hennar. Björg sem var fædd á Birningsstöðum í Laxárdal 17. desember árið 1875 var fremst í flokki þeirra húsvísku alþýðukvenna sem komu á fót félagi, fátækra verkakvenna sem sögðu ranglætinu stríð á hendur og börðust fyrir bættum kjörum kvenna, eins og stendur í formála bókarinnar. Það má með sanni segja að hægt sé að líta á þann tíma sem tvenna. Upphaf kvennabaráttunnar hinnar fyrstu. Víða um heim á þessum tíma voru konur farnar að gera kröfur um bætt kjör og verkalýðs- sem og kvenfélög fóru að líta dagsins ljós.
Bókin er mikil fengur fyrir íslensku kvennabaráttuna og sögu hennar. Í gegnum ljóð Bjargar getum við lesið hróp eða áköll kvenna um rétt þeirra til þess að eiga sér mannsæmandi líf. Sjá nánar inn á skald.is: https://skald.is/greinar/475-for-min-til-furdustranda

Bókin „Tvennir tímar“ hefur fengið mjög góða dóma en Framsýn er útgefandi bókarinnar.