Myndarleg gjöf til Styrktarfélags HSN

Stjórn Þingiðnar samþykkti nýlega að færa Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum að gjöf kr. 303.000,- til kaupa á tækjum fyrir stofnunina. Upphæðin tekur mið af fjölda félagsmanna í Þingiðn og árgjaldi félagsmanna í Styrktarfélaginu. Gerð var grein fyrir gjöfinni á aðalfundi Styrktarfélagsins sem haldinn var á dögunum. Skráðir félagsmenn í Styrktarfélaginu eru um 350 talsins. Þeim hefur því miður ekki fjölgað sem neinu nemur undanfarin þrjú ár. Þingiðn hvetur íbúa í Þingeyjarsýslum til að ganga í félagið en árgjaldið er aðeins 3.000 krónur. Hægt er að finna skráningareyðublað á Facebook síðu Styrktarfélagsins.  Stjórn Þingiðnar ákvað að greiða sem nemur árgjaldinu kr. 3.000 fyrir hvern félagsmann sem eru um þessar mundir 101.

Eins og komið er inn á þessari frétt er mikilvægt að heimamenn, félagasamtök og fyrirtæki á svæðinu standi vörð um þessa mikilvægu stofnun. Það gerum við hvað best með því að gerast félagsmenn í Styrktarfélaginu. Árgjaldið er aðeins kr. 3.000,-. Koma svo!

Deila á