Viðræður við fjárfesta

Töluvert er um að aðilar sem hafa til skoðunar að hefja atvinnurekstur á Húsavík hafi verið í sambandi við stéttarfélögin á Húsavík. Félögin búa yfir mikilli þekkingu er varðar ýmislegt er tengist atvinnustarfsemi á svæðinu. Í gær var fundað með aðilum sem hafa til skoðunar að byggja upp landeldi á Bakka, þá eru aðilar sem tengjast orkumálum væntanlegir í heimsókn til stéttarfélaganna eftir helgina. Fleiri aðilar sem tengjast s.s. landeldi og gagnaverum hafa jafnframt verið í sambandi síðustu daga og vikur. Áhuginn er greinilega mikill hjá fjárfestum að koma að uppbyggingu á Húsavík enda gangi þeirra áætlanir eftir að það borgi sig að hefja atvinnurekstur hér norðan heiða. Leiðin er löng að því marki. Nú er bara að krossa fingur og vona að eitthvað af þessum hugmyndum verði að veruleika, ekki síst í ljósi þess að fullkomin óvissa er með áframhaldandi rekstur PCC á Bakka.

Deila á