Starfsmannafélagið hefur tekið ákvörðun um að selja íbúð félagsins í Sólheimum í Reykjavík og hefur salan þegar farið fram. Gengið var frá sölunni í síðustu viku. Til stendur að kaupa nýja íbúð og er leit hafin að nýrri íbúð á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu. Vilji er til þess að kaupa í Þorrasölum þar sem Framsýn og Þingiðn eiga fyrir sex íbúðir.