Í tilefni af Kvennafrídeginum síðasta föstudag stóðu nokkur félagasamtök fyrir samstöðufundi í Félagsheimilinu Breiðumýri. Fjölmenni lagði leið sína á fundinn sem fór vel fram enda mögnuð dagskrá í boði með söng og fróðlegu efni. Framsýn var meðal þeirra félagasamtaka sem stóðu að samkomunni sem var til mikillar fyrirmyndar. Ljósmyndari á vegum Framsýnar var á staðnum og fangaði samverustundina á ljósmyndir:















