Nútíma kvennabarátta

ASÍ stóð fyrir málþingi um stöðu kvenna af erlendum uppruna í tilefni af Kvennaverkfalli 2025. Fór málþingið fram undir heitinu Nútíma kvennabarátta og var skipt upp í þrjá meginflokka þar sem áherslan var sérstaklega á málaflokka sem varða erlendar konur a íslenskum vinnumarkaði. Agnieszka Szczodrowska og Christine Irma Schröder voru fulltrúar Framsýnar á ráðstefnunni og tóku þar virkan þátt undir liðnum Samfélag – sameiginleg ábyrgð og framtíð. Flutti Agnieszka þar erindi, en Christine tók þátt í pallborðsumræðum. Málþingið  var vel sótt og þótti takast einstaklega vel. Hægt er er nálgast þetta áhugaverða málþing í streymi:

Streymi: Málþing um stöðu kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði – Vinnan – Tímarit Alþýðusambands Íslands

Deila á