Haldið var upp á 100 ára afmæli Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit á laugardaginn frá morgni til kvölds. Hátíðin var glæsileg í alla staði. Ekki er ólíklegt að um 1000 gestir hafi verið á svæðinu sem er frábært enda bera margir hlýjar taugar til Laugaskóla. Boðið var upp á metnaðarfulla hátíðardagskrá af því tilefni. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum óska Framhaldsskólanum á Laugum til hamingju með afmælið.


