Í tilefni dagsins verður verulega skert þjónusta á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Lokað verður frá kl. 11:00 til 12:00 og svo aftur frá kl. 13:30 til 16:00 vegna kvennafrídagsins og viðburðar sem verður á Stangarbakkanum kl. 11:00 þegar sætisbekkur verður vígður sérstaklega í tilefni af kvennaárinu 2025. Þá skorum við á fólk að gera sér ferð í Breiðumýri og taka þátt baráttusamkomu sem byrjar kl. 14:00.