Konur og kvár komu saman í morgun í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík þar sem boðið var um á veglega dagskrá í tilefni dagsins. Mikil baráttuandi var á fundinum enda stendur yfir Kvennaverkfall nú þegar 50 ár eru frá því fyrsta, 1975. Kvennaverkfallið stendur yfir í dag og hafa fjölbreyttir viðburðir verið skipulagðir af aðstandendum verkfallsins frá morgni til kvölds víða um land. Hér norðan heiða, er varðar félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, verður hápunktar dagsins samkoma sem boðað hefur verið til í Félagsheimilinu Breiðumýri kl. 14:00 í dag. Skorað er á konur og kvár að mæta á viðburðinn til stuðnings baráttumálum þessara hópa.
