ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var yfirskriftin að þessu sinni „Raddir ungs fólks til áhrifa – Kraftur til breytinga“. ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungra Íslendinga á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins. Birta og Sunna voru fulltrúar Framsýnar á þinginu en þær eru báðar í stjórn Framsýnar-ung.
Á þinginu var unnið öflugt málefnastarf þar sem málefni voru valin út frá stefnumótunarstarfi stjórar. Til umræðu voru málefni sem snerta ungt fólk sérstaklega; málefni fjölskyldufólks, húsnæðismál, brotastarfsemi og samgöngumál. Niðurstaða þingsins voru fjórar ályktanir, sem marka stefnu nýrrar stjórnar. Þær má lesa hér á slóðinni: https://vinnan.is/vel-heppnad-thing-asi-ung/