Forsætisráðherra skipaði fyrr í sumar starfshóp með fulltrúum fimm ráðuneyta vegna stöðunnar sem upp er komin vegna tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka. Starfshópurinn hafði það hlutverk að kortleggja stöðu atvinnumála á Húsavík og nágrenni vegna tilkynninga um mögulega rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka. Starfshópnum var einnig ætlað að koma með tillögur að mögulegum viðbrögðum stjórnvalda til bæði skemmri og lengri tíma með hliðsjón af ólíkum sviðsmyndum. Starfshópurinn skilaði skýrslu frá sér í morgun til ríkistjórnarinnar auk þess að gera fulltrúum Norðurþings, PCC og stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslunnar á fundum fyrir hádegi, fundinum með fulltrúm stéttarfélaganna, Þingiðnar og Framsýnar, lauk rétt fyrir kl. 12:00. Hér má nálgast skýrsluna: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/10/17/Mikil-taekifaeri-til-ad-byggja-upp-starfsemi-a-Bakka/
