Í stöðugu sambandi

Forsvarsmenn Framsýnar og PCC á Bakka eru nánast í daglegu sambandi vegna stöðunnar á Bakka nú þegar starfsemi fyrirtækisins liggur niðri. Markmið aðila er að eiga gott samstarf um málefni verksmiðjunnar og hugsanleg úrræði í fullu samráði við aðra hagsmunaaðila. Hvað það varðar kom Framsýn á fundi með framkvæmdastjóra PCC og forseta Alþýðusambands Íslands á dögunum enda mikilvægt að sambandið sé inn í málinu. Á meðfylgjandi mynd eru Kári M. Guðmundsson forstjóri PCC og Aðalsteinn Ári Baldursson formaður Framsýnar að velta fyrir sér stöðunni en ekkert nýtt er að frétta hvað varðar starfsemi PCC á Bakka.

Deila á