Okkar besti maður, Björgvin Sigurðsson, söngvari Skálmaldar leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna en hann er félagsmaður í Framsýn eins og margir aðrir góðir tónlistarmenn enda best að vera í Framsýn. Þar hitti hann fyrir Alla starfsmann stéttarfélaganna sem er mikill aðdáandi Skálmaldar og þungarokks almennt enda fer hann reglulega á tónleika þar sem bestu þungrokkshljómsveitir heims koma fram. Ekki er ólíklegt að þeir hafi verið að tala um þungarokk í stað þess að tala um verkalýðsmál þegar myndin var tekin. Í það minnsta eru þeir hressir að sjá.
