Vilja skipta um íbúð

Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur hefur ákveðið að selja orlofsíbúð félagsins í Sólheimum í Reykjavík og kaupa þess í stað aðra nýlegri íbúð, hugsanlega í Þorrasölum þar sem Þingiðn og Framsýn eiga fyrir sex íbúðir. Aðalfundur félagsins hafði áður ákveðið að ráðast í það að selja íbúðina og kaupa nýja. Samið hefur verið við fasteignasölu um að sjá um söluna.

Deila á