Boða til félagsfundar um atvinnu- og lífeyrismál

Í ljósi þess að blikur eru á lofti í atvinnumálum félagsmanna hefur Framsýn ákveðið að boða til félagsfundar um atvinnumál þriðjudaginn 30. september kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Hvað það varðar, nægir að nefna að uppi er mjög alvarleg staða varðandi framtíð PCC á Bakka. Lífeyrismál verða einnig til umræðu í ljósi þess að stjórnvöld hafa boðað að framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða verði afnumið um næstu áramót með tilheyrandi skerðingum fyrir verkafólk. Stjórnvöld eru með þessu að brjóta gegn samkomulagi við verkalýðshreyfinguna, en það átti að tryggja að réttindaávinnsla væri jöfn milli sjóða.

Gestir fundarins verða  Kári Marís Guðmundsson framkvæmdastjóri PCC og Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri Lsj. Stapa.

Skorað er á félagsmenn að mæta á fundinn enda miklir hagsmunir í húfi. Sýnum samstöðu og mætum á fundinn, nú getur enginn setið hjá. Framsýn stéttarfélag.

Deila á