Fyrr í sumar var um 80 starfsmönnum sagt upp hjá PCC á Bakka. Fyrirtækið hefur nú ákveðið í ljósi aðstæðna að segja upp 30 starfsmönnum til viðbótar. Eftir standa um 15 til 20 starfsmenn. Framsýn hefur kallað eftir því að sveitarstjórn Norðurþings kalli þingmenn kjördæmisins til fundar til að ræða stöðuna og framhaldið. Eftir því sem best er vitað verður fundurinn haldinn á allra næstu dögum. Af þeim 150 starfsmönnum sem starfað hafa hjá PCC eru um 130 starfsmenn í Framsýn og Þingiðn. Meðallaunin eru um milljón á mánuði. Ljóst er að staðan er grafalvarleg. Stjórnendur PCC hafa gert í því að upplýsa forsvarsmenn stéttarfélaganna á hverjum tíma um stöðuna, reyndar lagt mikið upp úr því að eiga gott samstarf við félögin sem er vel. Fréttastofa Sýnar fjallaði um málið í hádeginu í dag og talaði m.a. við formann Framsýnar. https://www.visir.is/g/20252770107d/-eg-treysti-thvi-ad-stjorn-vold-vakni-og-hjalpi-okkur-
