Kom færandi hendi með tertu

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundaði síðasta miðvikudag. Mörg áhugaverð mál voru tekin fyrir á fundinum og afgreitt. Þann sama dag átti Guðný I. Grímsdóttir afmæli en hún hefur komið að stjórnarstörfum fyrir Framsýn til fjölda ára auk þess að sækja þing og ráðstefnur á vegum verkalýðshreyfingarinnar í gegnum tíðina í umboði félagsins. Guðný hefur staðið sig framúrskarandi vel í alla staði. Að sjálfsögðu kom hún með afmælistertu með sér á fundinn sem smakkaðist einstaklega vel. Fundarmenn sungu afmælissöng fyrir afmælisbarnið auk þess að þakka vel fyrir veitingarnar.  

Deila á