Foreldraráð Völsungs stóð fyrir fjölmennu knattspyrnumóti um helgina fyrir unga keppendur. Um 800 þátttakendur tóku þátt í mótinu auk þess sem reikna má með að með foreldum hafi komið um 3000 gestir til Húsavíkur vegna viðburðarins sem fór afar vel fram og öllum þeim sem komu að mótinu til mikils sóma. Lið frá íþróttafélögum á Norður- og Austurlandi voru áberandi á mótinu. Framsýn og Þingiðn komu að því að styrkja mótið. Eins og myndirnar bera með sér var mikil stemning á Húsavík um helgina.









