Um þessar mundir er verið að reisa myndarlegt iðnaðarhúsnæði á uppfyllingu við höfnina á Húsavík sem er virkilega ánægjulegt. Væntanlega verður svo hafist handa við frekari hafnarframkvæmdir við höfnina á Húsavík á næstu mánuðum/árum. Um þessar mundir stendur yfir útboð vegna Þvergarðsins sem sumir kalla Suðurgarð. Garðurinn kemur til með að lengjast um 50-70 metra til suðurs sem skapar aukin tækifæri í komum skipa til Húsavíkur, ekki síst skemmtiferðaskipa. Lenging garðsins kemur auk þess til með að bæta hafnaraðstæður enn frekar hvað aðra atvinnustarfsemi varðar er tengist góðum hafnaraðstæðum.
