Örfá sæti laus í smarferðina í Flateyjardal

Vegna forfalla eru örfá sæti laus í sumarferð stéttarfélaganna í Flateyjardal, laugardaginn 9. ágúst. Farið verður frá Skrifstofu stéttarfélaganna kl. 09:00. Um er að ræða dagsferð undir leiðsögn Óskar Helgadóttur, sem er svæðinu þar ytra vel kunnug. Ferðin er opin félagsmönnum og gestum þeirra og ætti að vera við flestra hæfi. Þátttökugjaldið er kr. 5.000,-. Menn þurfa sjálfir að nesta sig í ferðina, en grillað verður í ferðinni í boði stéttarfélaganna. Hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á netfangið kuti@framsyn.is. Fyrstir koma – fyrstir fá.

Stéttarfélögin

Deila á