Ragnar byggir og byggir

Ragnar Hjaltested byggingaverktaki hefur hafið byggingu á íbúðarhúsnæði/fjórbýli á Húsavík og bílskúrum/geymslum. Tvær íbúðir verða með bílskúrum samtals um148 m2 og tvær með góðum geymsluskúrum samtals um 112 m2. Um er að ræða mjög vandaðar og flottar íbúðir. Þegar meðfylgjandi mynd var tekin í gær var verið að reisa bílskúra og geymslur við húsið. Fljótlega verður byrjað á húsinu sjálfu sem verður á tveimur hæðum. Hugur Ragnars stendur til þess að byggja fleiri svona hús enda gangi vel að selja þessar íbúðir. Þess má geta að Ragnar byggði parhús fyrir Þingiðn og Framsýn á síðasta ári sem er vandað  í alla staði og afar vinsælt meðal félagsmanna stéttarfélaganna enda í stanslausri útleigu. 

Deila á