Mývatnssveitin er æði

Það vita flestir að Mývatnssveitin er æði ekki síst fyrir sína dásamlegu fegurð, jarðböðin og góða veitingastaði. Þá eru hótel og gististaðir nánast á hverju strái sem njóta mikilla vinsælda. Meðfylgjandi mynd er tekin á veitingastaðnum Fish & Chips í Mývatnssveit á dögunum en þar var löng bið eftir þessum þekkta skyndibita sem er þekktur um heim allan. Það er fiskur með frönskum.

Deila á