Starfsmenn stéttarfélaganna fara reglulega í vinnustaðaheimsóknir til að hitta félagsmenn og stjórnendur fyrirtækja. Almennt eru þetta mjög vinsamlegar heimsóknir enda flestir atvinnurekendur á félagssvæðinu með sín mál í góðu lagi. Í byrjun júlí var komið við á Hótel Goðafoss þar sem sest var niður með starfsmönnum og farið yfir málin. Eins og myndirnar bera með sér voru starfsmenn ánægðir með heimsóknina sem í leiðinni fengu smá fræðslu um kjarasamning starfsmanna í ferðaþjónustu.
